
Skarfur GK 666 kemur hér til hafnar í Grindavík um árið en báturinn var einn átján systurbáta sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Boizenburg í Austur- Þýskalandi.
Báturinn hét upphaflega Sléttanes ÍS 710 og var 268 brl. að stærð. Smíðaður fyrir Fáfni h/f á Þingeyri í Boizenburg í A-Þýskalandi árið 1967.
Seldur Tálkna h/f á Tálknafirði 1974 og fékk nafnið Sölvi Bjarnason BA 65. Erlingur Pétursson í Vestmannaeyjum keypti bátinn árið 1977 og nefndi Eyjaver VE 7.
1979 er Eyjaver selt Drift h/f á Neskaupstað og fékk nafnið Fylkir NK 102. Það stoppaði stutt við fyrir austan en 1980 kaupir Fiskanes h/f í Grindavík og fær þá báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Skarfur GK 666.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution