
Ögmundur RE 94 hét upphaflega Sæþór ÓF 5 og var smíðaður árið 1960 í Risör í Noregi.
Báturinn var smíðaður fyrir Hraðfrystihús Ólafsfjarðar h.fá Ólafsfirði en hér má lesa nánar um bátinn.
Nafnið Ögmundur fékk báturinn vorið 1990 þegar Ingimundur hf. í Reykjavík keypti hann frá Keflavík þar sem hann bar nafnið Skagaröst KE 70.
Ögmundur RE 94 var seldur til Grænlands árið 1994.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution