
Siggi Villi EA 95 hét upphaflega Hafsteinn SK 119 frá Hofsósi, smíðaður á Hlíðarenda við Akureyri árið 1979.
Báturinn var á Hofsósi til ársins 1992 en þá var hann seldur austur á Neskaupstað þar sem hann fékk nafnið Dagrún NK 3.
Árin 2004-2006 var Dagrún með heimahöfn á Rifi og síðar í Stykkishólmi og bar einkennisstafina SH 204.
Árið 2006 er báturinn kominn til Dalvíkur og fær það nafn sem hann ber á myndinni, Siggi Vill EA 95.
Árin 2009-2015 var Siggi Villi með einkennisstafina ÞH 110 og með heimahöfnin Raufarhöfn.
Árið 2015 var báturinn seldur til Patreksfjarðar og fékk nafnið Hafey BA 196, tveim árum síðar orðin BA 96 og með heimahöfn á Brjánslæk.
Frá árinu 2019 hefur báturinn heitið Ísak Örn HU 151 og er hann með heimahöfn á Skagaströnd.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution