Skagfirðingur SK 4

1265. Skagfirðingur SK 4 ex Vigri RE 71. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Skagfirðingur SK 4 hét upphaflega Vigri RE 71 og var smíðaður í Póllandi fyrir Ögurvík hf. Reykjavík.

Vigri kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Reykjavík þann 24. október árið 1972 og systurskipið Ögri RE 72 kom þann 13. desember sama ár.

Vigri var 726 brl. að stærð en var lengdur árið 1981 og mældist eftir það 860 brl. að stærð.

Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki keypti Vigra árið 1992 og gaf honum nafnið Skagfirðingur SK 4.

Togarinn var seldur Torfnesi ehf. á Ísafirði árið 2002 og fékk þá nafnið Haukur ÍS 847.

Haukur fór í brotajárn til Danmerkur vorið 2007.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd