
Stefán Þorgeir Halldórsson tók þessa mynd af Hrönn NS 50 á Bakkafirði sl. laugardag.
Hrönn var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2001 og hét upphaflega Katrín GK 817 með heimahöfn í Vogum.
Það er Svartnes ehf. sem gerir Hrönn út og er báturinn með heimahöfn á Bakkafirði.
Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Katrín GK 817, Dúddi Gísla GK 48, Mónes NK 26, Ásdís ÍS 555, Siggi Bjartar ÍS 50, Siggi ÍS61, Sigrún AK 71, Ölli Krókur GK 211 og Hrönn NS 50.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.