
Haförn KE 14 var smíðaður á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri 1975 og hét upphaflega Vinur SH 140.
Árið 1976 fékk Vinur, sem er 30 brl. að stærð, nýja heimahöfn á Hólmavík og varð ST 28.
Árið 1978 fékk báturinn nafnið Heiðrún EA 28 með heimahöfn á Árskógsströnd. Sex árum síðar var hann seldur til Keflavíkur þar sem hann fékk nafnið Arnar KE 260.
Árið 1988 fékk báturinn nafnið sem hann ber á myndinni og enn er heimahöfnin í Keflavík. Árið 1999 varð Haförnin KE 15 um tíma en var síðan seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Fiskir HF 51.
Árið 2002 fékk báturinn nafnið Njörður KÓ 7 með heimahöfn í Kópavogi og sjö árum síðar var hann aftur kominn á Suðurnesin. Nú sem Salka GK 79 með heimahöfn í Sandgerði.
Frá árinu 2016 hefir heitir báturinn borið nafnið Andvari og er glæsilegur hvalaskoðunarbátur á Húsavík.
Á aba.is segir:
Norðursigling eignaðist bátinn árið 2012 en hann hafði sokkið eftir að siglt var á hann við bryggju í Sandgerði haustið 2011.
Bátnum var náð á flot og upp í slipp þar sem allt var rifið af honum ofan þilfars og ekkert beið hans nema förgun.
Vorið 2012 dró Knörrinn Sölku norður til Húsavíkur og rúmum fjórum árum síðar hóf hann siglingar á Skjálfanda eftir að hafa verið endurbyggður sem rafknúinn hvalaskoðunarbátur.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.