Haförn ÞH 26

5852. Haförn ÞH 26 ex Fram ÞH 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Haförn ÞH 26 hét upphaflega Kristján ÞH 26 og var smíðaður af Jóhanni Sigvaldasyni á Húsavík árið 1953. Hann var 4.20 brl. að stærð.

Á vefnum aba.is segir að báturinn hafi aldrei farið héðan frá frá Húsavík en hét í gegnum tíðina eftirfarandi nöfnum: 

Kristján ÞH 26 til ársins 1965. Frá árinu 1966 hét báturinn Fram ÞH 26, frá árinu 1977 hét hann aftur Haförn ÞH 26 og frá árinu 1992 hét báturinn Haförn ÞH 171.

Það nafn bar hann þegar hann varð eldi að bráð á áramótabrennu 31. desember 1993. 

Báturinn var felldur af skipaskrá 30 mars 1994.

Myndin sem hér birtist var sennilega tekin 1989 en gæti þó skeikað einur ári til eða frá.

Í áhöfn voru Ásþór Sigurðsson og Friðbjörn Þórðarson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd