
Farþegaskipið Azamara Quest liggur við akkeri, eða ankeri eins og sumir segja, framundan Húsavíkurhöfða í dag og farþegar þess fluttir í land á léttbátum skipsins.
Azamara Quest var smíða í Frakklandi árið 2000 og hét fyrstu þrjú árin R Seven og næstu þrjú árin þar á eftir Delphin Renaissance. Skipið bar nafnið Bluue Moon í stuttan tíma en frá árinu 2007 hefur það heitið Azamara Quest.
Skipið er 181 metrar að lengd, breidd þess er 25,75 metrar ao það mælist 2,700 GT að stærð.
Azamara Quest siglur undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.