Systurskip við slippkantinn

1586. Kolbeinsey ÞH 10 – 1598. Örvar HU 21. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér liggja systurskip við slippkantinn á Akureyri um árið og þá búið að selja annað þeirra úr landi.

Kolbeinsey ÞH 10 og Örvar HU 21 sem bæði voru smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri, Kolbeinsey afhent árið 1981 og Örvar 1982.

Örvar var seldur úr landi og tekinn af skrá 11. sept. 1997 en Kolbeinsey fór úr flotanum árið 2009 og hafði þá m.a borið nöfnin Hrafnseyri og Guðrún Hlín.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd