Sævík mun fá nafnið Fjölnir

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla. GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2022.

Línubáturinn Sævík GK 757 fór í slipp í vikunni þar sem almenn skverun fer fram auk þess sem hann fær nýtt nafn.

Eins og kom fram á síðunni var línuskipið Fjölnir GK 157 seldur til Noregs á dögunum og mun Sævíkin fá nafnið Fjölnir en það nafn hefur fylgt Vísisútgerðinni frá upphafi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd