Hanseatic nature

IMO 9817133. Hanseatic nature. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Skemmtiferðaskipið Hanseatic nature var á Húsavík í dag en skipið lét úr höfn um kaffileytið.

Skipið er eitt þriggja systurskipa smíðuð hjá VARD Group AS í Noregi. Hin eru Hanseatic spirit og Hanseatic inspiration sem kom hingað á dögunum. Skipin taka allt að 230 farþega.

Hanseatic nature var afhent árið 2019og siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valetta.

Skipið er 139 metrar að lengd, breidd þess er 22 metrar og það mælist 15,651 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd