Bryndís ÍS 69

361. Bryndís ÍS 69. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bryndís ÍS 69 var smíðuð af Bárði Tómassyni og hans mönnum á Ísafirði árið 1939 og er 14 brl. að stærð.

Báturinn hefur alla tíð borið nafnið Bryndís og var hann gerður út frá Ísafirði fram til ársins 1979 en hann var seldur til Bolungarvíkur ári síðar.

Bryndís var smíðuð fyrir Hlutafélagið Njörð sem átti hana til ársins 1956 er Árni Magnússon kaupir hana.

Haustið 1967 kaupir Jón Kr. Jónsson bátinn og fjórum árum síðar er hann kominn í eigu Gríms hf. sem átti hann til ársins 1979.

Þá fékk fyrirtækið nýja Bryndísi ÍS 705 smíðaða hjá Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar sem tók þá gömlu upp í.

Árið 1980 var báturinn seldur Vilmundi Reimarssyni ofl. í Bolungarvík sem áttu hann til ársins 2002.

Það ár keypti Hörður Jóhannsson á Akureyri bátinn sem varð Bryndís EA og lesa má nánar um á aba.is

Hörður er að gera bátinn upp í Sandgerðisbótinni á Akureyri og heldur úti Fésbókarsíðunni Við endurbyggjum Bryndísi um verkefnið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd