Ásgeir RE 60 á toginu

1505. Ásgeir RE 60. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson.

Ísbjarnartogarinn Ásgeir RE 60 er á toginu á þessari mynd en hann var smíðaður fyrir Ísbjörninn hf. í Flekkefjørd í Noregi árið 1977.

Hann kom til heimahafnar 22. desember en systurskip hans Ásbjörn RE 50 kom síðan 28. mars 1978.

Ásgeir og Ásbjörn mældust 442 brl. að stærð, búnir 2100 hestafla Wichmannaðalvélum. Þeir voru smíðaðir fyrir Ísbjörninn hf. eins og áður segir.

Í nóvember 1985 sameinuðust Ísbjörninn hf. og BÚR og úr varð Grandi hf. sem heitir HB Grandi í dag.

Þegar Ögurvík hf. var með frystitogarann Vigra RE 71 í smíðum, í árslok 1991, höfðu Ögurvík hf. og Grandi skipaskipti. Ásgeir fór út, ásamt Krossvík AK 300 og Skagfirðingi SK 4 fyrir hinn nýja Vigra en Grandi fékk skuttogarann Ögra RE 72 í staðinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd