Vestmann GK 21

7022. Vestmann GK 21 ex Óskar SK 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Strandveiðibáturinn Vestmann GK 21 kemur hér að landi í Sandgerði í upphafi maímánaðar en Tonan ehf. gerir hann út.

Upphaflega hét báturinn Kristín Finnbogadóttir BA 95 frá Patreksfirði og var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Mótun hf. í Hafnarfirði árið 1988.

Árið 2001 fékk báturinn nafnið Siggi Breiðfjörð KE 76 með heimahöfn í Keflavík og tveim árum síðar var hann kominn í Sandgerði undir nafninu Muninn GK 342.

Ekki var það lengi því árið 2004 var báturinn seldur norður í Skagafjörð þar sem hann fékk nafnið Óskar SK 13. Fyrstu fjögur árin var hann með heimahöfn á Hofsósi en upp frá því á Sauðárkróki.

Það var svo síðla árs 2023 að báturinn fékk nafnið Vestmann GK 21 með heimahöfn í Sandgerði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd