
Bensi VE 234 var 8 brl. að stærð og smíðaður árið 1972 í Bátaiðjunni hf. á Patreksfirði.
Bensi var upphaflega ÍS 234 með heimahöfn á Suðureyri en árið 1976 flutti eigandinn með hann á Akranes og báturinn varð AK 234.
Það var svo árið 1978 sem báturinn seldur til Vestmannaeyja þar sem hann hélt nafni sínu en varð VE 234.
Báturinn hét Bensi alla tíð en hann var tekinn af skipaskrá 9. september 1994. Heimild: aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution