
Stebbi Hansen EA 248 kemur hér að landi á Húsavík sumarið 2009 en hann var á strandveiðum.
Báturinn var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1987 og hét upphaflega Funi HF 171. Árið 1991 var bátrinn kominn í Stykkishólm þar sem Funi varð SH 172.
Það var síðan árið 1998 sem Funi kom norður í Eyjafjör og varð EA 51 með heimahöfn á Akureyri.
Árið 2005 fékk báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Stebbi Hansen EA 248, og var með heimahöfn í Hrísey.
Úr Hrísey fór báturinn aftur í Stykkishólm árið 2010 þar sem hann fékk nafnið Dísa SH 91. Frá árinu 2016 hefur Dísa verið HU 91 með heimahöfn á Skagaströnd. Heimild: aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution