
Hér koma myndir sem teknar voru í maímánuði árið 2007 og sýna Sólrúnu EA 151 sem þá var núkeypt til samnefnds fyrirtækis á Árskógssandi.
Kallarnir voru nýbúnir að landa og tóku hring fyrir myndasmiðinn en báturinn hét upphaflega Siggi Bjartar ÍS 50.
Hann var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2002 og er af gerðinni Cleopatra 33.
Árið 2006 fékk hann nafnið Flatey AK 50 en ári síðar kominn norður í Eyjafjörð.
Sólrún varð EA 551 árið 2014 og árið síðar fékk báturinn nafnið Siggi Konn EA 551.
Það var svo árið 2016 að báturinn var tekinn af skipaskrá og seldur til Noregs þar sem hann fékk nafnið Gunnar Myre N-43-Ø. Heimild: aba.is


Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution