Indriði Kristins og Séra Árni

2394. Séra Árni GK 135 ex Birta Dís GK 135 – 3007. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Hafþór Hreiparsson 2024.

Hér gefur að líta Cleopötrur tvær í Sandgerðishöfn í gær á fyrsta degi strandveiða í ár.

Línubáturinn Indriði Kristins BA 751 við bryggju og strandveiðibáturinn Séra Árni GK 135 siglir hjá, er á leið í plássið sitt eftir löndun.

Séra Árni var smíðaður hjá Trefjum árið 2000 og hét upphaflega Birta Dís VE 35, síðar ÍS 135 og GK 135. Það var svo nú á vormánuðum að báturinn fékk nafnið Séra Árni en var áfram GK 135.

Indriði Kristins BA 751 var smíðaður hjá Trefjum og afhentur árið 2022.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd