Bjarni Ásmundar RE 12

978. Bjarni Ásmundar RE 12 ex Bjarni Ásmundar ÞH 320. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson.

Bjarni Ásmundar RE 12 á toginu en það var Bás hf. í Reykjavík sem gerði hann út.

Upphaflega Siglfirðingur SI 150 sem smíðaður var fyrir Siglfirðing hf. á Siglufirði árið 1964 í Ulsteinsvik í Noregi. Tímamótaskip en hann var fysrta íslenska togskipið með skutrennu.

Í Gömul íslensk skip segir:

Sm. í Noregi 1964. Stál. 274 brl. Vél 750 ha. Deutz. eig. Siglfirðingur h/f. Siglufirði, frá 20. júlí 1964. Skipið var endurmælt í jan. 1969 og mældist þá 203 brl. Selt eftir 1970 Rafni Svanssyni og Ara Albertssyni, Breiðdalsvík. 1971 eru Gunnvör h/f, Hrönn h/f, og Íshúsfélag Ísfirðinga h/f, Ísafirði eig. Selt 12. okt. 1972 Sigurgeir Ólafssyni og Eiríki Ólafi Sigurgeirssyni, Vestmannaeyjum, skipið hét Lundi VE 110. Selt 4. des. 1976 Bás h/f, Húsavík, skipið hét Bjarni Ásmundar ÞH 320. 1977 var sett í skipið 1000 ha. Brons vél. Selt 4. okt. 1978 Bás h/f, Reykjavík, skipið hét Bjarni Ásmundar RE 12. 1980 var nafni skipsins breytt, hét þá Fram RE 12, sömu eig. Selt 21. des. 1981 Rafni h/f, Sandgerði, skipið hét Sigurpáll GK 375. Skipið var selt 14. apr. 1984 Ísafold h/f, Siglufirði, skipið hét Skjöldur SI 101. Selt 7. okt. 1987 Útgerðafélagi Norður Þingeyinga, Þórshöfn, Langanesi, skipið heitir Súlnafell ÞH 361. Selt til Hríseyjar 1989. 

Þegar til Hríseyjar var komið fékk Súlnafellið einkennisstafina EA og númerið 840. Síðar fékk hann nafnið Svanur EA 14 en var seldur utan í brotajárn árið 2006.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd