Seifur fór með Treville í togi til Akureyrar

IMO 9815331. Treville. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Hafnsögubáturinn Seifur frá Akureyri kom til Húsavíkur snemma í morgun þeirra erinda að sækja hollenska flutningaskipið Treville.

Treville hefur legið við Norðurgarðinn í Húsavíkurhöfn í tæpar tvær vikur eða allt frá því varðskipið Freyja kom með það vélarvana í togi til Húsavíkur að kveldi 16. apríl sl.

Frekari viðgerð á skipinu fer fram á Akureyri.

Seifur tók Treville í tog eftir að hafa notið aðstoðar Sleipnis við að koma skipinu frá bryggju og í þessum skrifuðu orðum er verið að koma skipinu að bryggju í Krossanesi.

Treville var smíðað árið 2018 í Kína og er 89.9 metra langt. Breidd þess er 14,8 metrar og það mælist 3,415 GT að stærð.

Heimahöfn Treville er Sceemda í Hollandi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd