Emilía AK 67

2367. Emilía AK 57 ex Bangsi BA 137. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Emilía AK 57 er hér að færa sig til í Akraneshöfn sumarið 2012 en upphaflega hét báturinn Bangsi BA 337.

Bangsi var smíðaður árið 1999 hjá Trefjum í Hafnarfirð fyrir Þórsberg ehf. á Tálknafirði.

Báturinn var lengdur árið 2003 og um tíma árið 2007 var Bangsi BA137.

Sama ár var Bangsi seldur á Skagann þar sem báturinn fékk nafnið Emilía AK 57 sem hann ber enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd