Björg VE 5

338. Björg VE 5 ex Skrúður SU 410. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Björg VE 5 var smíðuð í Svíþjóð árið 1943 og var 63 brl. að stærð en ytra bar báturinn nafnið Santos.

Báturinn var keyptur til Íslands árið 1946 og fékk nafnið Skrúður SU 410 og heimahöfn Eskifjörður. Kaupandi Jóhann Hansen sem átti bátinn fjögur ár.

Skrúður var seldur til Vestmannaeyja sumarið 1950. Kaupendur Einar S. Guðmundsson Vestmannaeyjum og Agnar Samúelsson Siglufirði.

Báturinn fékk nafnið Björg VE 5 og ári síðar eða svo var skráður eigandi Einar Guðmundsson hf. í Vestmannaeyjum.

Síðar var báturinn endurmældur og mældist þá 65 brl. að stærð.

Árið 1974 kaupur Gísli Valur Einarsson Björgu VE 5 og gerir út til ársins 1988 en þá lét hann byggja nýja Björgu VE 5 í Svíþjóð og fór sú gamla út á móti.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd