Von RE 3

1857. Von RE 3 ex Jóka RE 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Von RE 3 siglir hér til hafnar í Reykjavík í marsmánuði árið 2005.

Bátinn smíðaði Kristján Júlíus Guðmundsson skipasmiður í Stykkishólmi árið 1987 og fékk hann nafnið Mar SH 118.

Bátruinn var tæplega 10 brl. að stærð og var smíðaður fyrir Breka hf. í Stykkishólmi.

Í Stykkishólmi var báturinn í tvö ár en var þá seldur austur á Seyðisfjörð þar sem hann fékk nafnið Elsa NS 216.

Frá árinu 1992 hefur báturinn borið eftirfarandi nöfn:

Elsa SU 216, Jónas Guðmundsson GK 475, Jóka RE 3, Von RE 3, Finnbjörn ÍS 68, Vísir ÍS 153,

Frá árinu 2015 hefur báturinn heitið Brimir SU 158 og er með heimahöfn á Fáskrúðsfirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd