Hafberg GK 17

1252. Hafberg GK 17 ex Bjarni Svein SH 107. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Hafberg GK 17 kemur hér að landi í Grindavík í marsmánuði árið 2005 en báturinn var gerður út af Hælsvík ehf..

Upphaflega hét báturinn Orion RE 44 og var smíðaður í Stálvík í Garðabæ árið 1971. Orion, sem var 29 brl. að stærð,, var smíðaður fyrir var smíðaður fyrir Köfunarstöðina Reykjavík.

Árið 1979 var báturinn kominn á Blönduós og hét Húnavík HU 38.

Þaðan fór báturinn árið 1982 og hefur borið eftirfarandi nöfn síðan:

Dagur HF 1, Rúna SH 35, Hrímnir SH 35, Eleseus BA 335, Hrönn SH 335, Hrönn BA 335, Bjarni Svein SH 107, Hafberg GK 17, Hafberg Grindavík GK17, Tálkni BA 64 og Tálkni BA 62.

Tálkni BA 62 hefur frá árinu 2017 verið með heimahöfn á Reykhólum. Heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd