Leifur seldur

1434. Leifur EA 888 ex Þorleifur EA 88. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Fram kemur á vef Fiskifrétta í dag að Leifur EA 888 hafi verði seldur vestur á Snæfellsnes.

Leifur EA var á Netaralli fyrir Hafró og báturinn var áfram í verkefnum fyrir Hafró með prófanir á hvalafælum.

Að því loknu verður hann afhentur útgerðinni Bárði SH í Ólafsvík sem hyggst gera hann út á dragnót.

Um bátinn má lesa hér ásamt því að skoða myndir af honum en meðfylgjandi mynd var tekin á Skjálfanda á dögunum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd