Albert Ólafsson KE 39

256. Albert Ólafsson KE 39 ex Ólafur Friðbertsson ÍS 34. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Albert Ólafsson KE 39 liggur hér í Keflavíkurhöfn um árið en upphaflega hét báturinn Ólafur Friðbertsson ÍS 34 frá Súgandafirði, smíðaður Flekkefjord í Noregi 1964.

Báturinn var keyptur til Keflavíkur árið 1982 þar sem hann fékk nafnið Albert Ólafsson KE 39.

Albert Ólafsson KE 39 fór í miklar breytingar árið 1992 þar sem hann var m.a lengdur um fimm metra, ný brú, skorsteinshús, frammastur, bakki og veltitankur.

Albert Ólafsson fékk síðar nafnið Kristrún RE 177 og að lokum Kristrún II RE 477 og var í eigu Fiskkaupa í Reykjavík. 

Báturinn fór í pottinn árið 2014.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd