Valur SI 4

1083. Valur SI 4 ex Valur SI 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Valur SI 4 var 9 brl. að stærð og smíðaður í Bátalóni í Hafnafirði árið 1969. Hann var upphaflega GK 57.

Báturinn hét Valur alla tíð en bar eftirfarandi einkennisstafi og númer:

1969 Valur GK 57, 1972 Valur SH 57, 1977 Valur SH 102, 1978Valur ÍS 89, 1984 Valur SI 11, 1987 Valur SI 4, 1991 Valur SI 43 og síðast, eða frá árinu 1994, var hann HF 13.

Báturinn var tekinn af skipaskrá árið 1995.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd