Guðrún Hlín BA 122

1576. Guðrún Hlín BA 122 ex Hrafnseyri ÍS 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjutogarinn Guðrún Hlín BA 122 heldur hér til veiða frá Reykjavík en hún var með heimahöfn á Patreksfirði.

Háanes hf. á Patreksfirði keypti togarann, sem þá hét Hrafnseyri ÍS 10, árið 1998 og fékk hún þá nafnið Guðrún Hlín BA122.

Upphaflega Kolbeinsey ÞH 10 smíðuð fyrir Höfða hf. á Húsavík í Slippstöðinni á Akureyri og kom hún til heimahafnar 10. maí 1981.

Hér má lesa nánar um sögu togarans sem endaði í Suður-Afríku þar sem hann fékk nafnið Laverne. Heimahöfn Cape Town.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd