Kristín ÁR 101

1434. Kristín ÁR 101 ex Tryggvi Jónsson EA 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Kristín ÁR 101 var gerð út frá Þorlákshöfn um sjö ára skeið eða frá 1982 til 1989 en þá var hún seld til Hólmavíkur.

Úr 1. tbl. Ægis 1989:

Báturinn er með smíðanúmer fimm frá Vélsmiðjunni Stál Á Seyðisfirði. Hann var smíðaður árið 1975 og afhentur í júlí sama ár Jóni Einarssyni á Raufarhöfn. Þá hét báturinn Hildur Stefánsdóttir ÞH 204.

Í janúar 1979 eignast Jón Tryggvason á Dalvík bátinn og gerði út undir nafninu Tryggvi Jónsson EA 26. Þorleifur Guðmundsson í Þorlákshöfn gerði bátinn út frá Þorlákshöfn frá október 1982 og hét hann þá Kristín ÁR 101. 

Á Hólmavík fékk báturinn nafnið Ásdíst ST 37 og gerður út af Bassa ehf. þar í bæ.

Ásdís var 30 brl. að stærð en Bassamenn létu endurbyggja hana í Ósey árið 1997 og mældist báturinn 73 brl. að stærð eftir það.

Árið 2000 kaupir Aðalsteinn Einarsson bátinn til Hafnarfjarðar þar sem hann fékk að sjálfsögðu nafnið Hringur GK 18.

Það var svo árið 2005 sem Sigurbjörn ehf. í Grímsey kaupir bátinn og nefnir Þorleif EA 88, nafn sem báturinn bar þar til sl. haust að það var stytt í Leifur EA 888.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd