Þórsnes SH 109

2936. Þórsnes SH 109 ex Veidar 1. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2024.

Tryggvi Sigurðsson tók þessa glæsilegu mynd í vikunni þegar Þórsnes SH 109 kom til hafnar í Vestmannaeyjum.

Þórsnesið var keypt frá Noregi og kom til heimhafnar í Stykkishólmi sumarið 2017. Í Noregi  bar skipiðð nafnið Veidar 1 M-76-G og var með heimahöfn í Álasundi.

Skipið, sem er 880 brúttótonna línu- og netaskip, 43,3 metrar á lengd og 10,5 metrar á breidd, var smíðað árið 1996.

Eigandi Þórsnes ehf. í Stykkishólmi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd