
Hér gefur að líta Helga ÞH 94 í Húsavíkurhöfn sumarið 2003 og um borð er eigandinn Gunnar heitinn Hvanndal.
Helgi ÞH 94 var smíðaður fyrir Benedikt Héðinsson í Hafnarfirði árið 1960 og átti hann bátinn til ársins 1979 er Gunnar kaupir hann.
Helgi er rúmar 2 brl. að stærð og árið 2007 var hann afskráður og gefinn Sjóminjasafninu á Húsavík.
Þar hefur hann grotnað hægt og örugglega niður og verður eytt innan skamms ásamt fleiri bátum í eigu safnsins.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.