Kristbjörg og Skálaberg

1420. Kristbjörg ÞH 44 – 1053. Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd hefði sjálfsagt átt að fara í ruslið en fór ekki og því get ég birt hana hér.

Mig minnir að ég hafi tekið hana haustið 1983 á mína fyrstu myndavél sem tók 35 mm filmur.

Þarna er Kristbjörg ÞH 44 að koma með Skálaberg ÞH 244 í togi til hafnar á Húsavík. Kristbjörgin stundaði þegar þetta var rækjuveiðar í Öxarfirði en var í landi og þegar Skálabergið bilaði eða fékk í skúfuna. Man ekki hvort var.

Skálabergið var við veiðar á Skjálfanda vestanverðum og fór Kristbjörgin og dróg það að landi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd