Blómfríður SH 422

1244. Blómfríður SH 422 ex Gunnar Bjarnason SH 422. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Blómfríður SH 422 hét upphaflega Harpa GK 111 og var smíðuð árið 1972 fyrir Gullvík hf. í Grindavík.

Smíðin fór fram hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi.

Harpa, sem var 103 brl. að stærð, var seld til Grundarfjarðar árið 1975 þar sem báturinn fékk nafnið Grundfirðingur SH 12.

Það nafn bar báturinn til ársins 1998 en þá var hann seldur til Ólafsvíkur þar sem hann fékk nafnið Gunnar Bjarnason SH 122.

Árið 2006 varpð hann Gunnar Bjarnason SH 422 um tíma eða þar til hann fékk, sama ár, nafnið Blómfríður SH 422.

Blómfríður var tekin af skipaskrá í ársbyrjun 2016 og seld í brotajárn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd