Sjöfn ÁR 123

2004. Sjöfn ÁR 123 ex Sjöfn NS 123. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sjöfn ÁR 123 frá Eyrarbakka kemur hér að landi í Þorlákshöfn um árið en báturinn var smíðaður á Fáskrúðsfirði.

Guðlaugur Einarsson skipasmiður smíðaði bátinn og smíðaár er 1989. Hann var 10 brl. að stærð smíðaður úr furu og eik.

Báturinn hét í upphafi Egill SU 85 en árið 1991 var hann orðinn Egill ÁR 85 með heimahöfn á Eyrarbakka.

Árið 1995 hét hann Hafþór NK 45 með heimahöfn í Neskaupstað og ári síðar Sjöfn NS 123 frá Bakkafirði.

Árið 1997 fékk báturinn nafnið Sjöfn ÁR 123 sem hann bar til ársins 2008.

Um sögu bátsins má lesa nánar hér en hann var afskráður árið 2018 og hét þá Tómas harði NK 23.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd