Hugborg SH 87

1951. Hugborg SH 87 ex Ísak AK 67. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Hugborg SH 87 var smíðuð í Svíþjóð árið 1984 en keypt til Íslands árið 1988. Kaupandi var Heimir B. Gíslason í Þorlákshöfn sem nefndi bátinn Gísæa Kristján ÁR 35.

Ári síðar var báturinn kominn á Skagann þar sem hann fékk nafnið Ísak AK 67.

Það var svo árið 1994 sem báturinn var keyptur til Ólafsvíkur þar sem hann fékk nafnið Hugborg SH 87. Sama ár var hann lengdur um þrjá metra.

Haukur Sigtryggur sendi miða:

1951….Gísli Kristján ÁR 35… TF-FU. MMSI: 251734110.

Skipasmíðastöð: BA Staalbatar A/B. Landskrona. 1984. 2022 = Brl: 36,5. BT: 34. NT: 13,0. ML: 18,90. SL: 17,38. B: 4,50. D: 2,52. Mótor 1984 Scania 146 kw. 200 hö. Ný vél 1987 Volvo Penta 221 kw. 300 hö. Johanna. Útg: ? Svíþjóð. (1984 – 1988).

Seldur til Íslands 14.09.1988. Gísli Kristján ÁR 35. Útg: Heimir B. Gíslason. Þorlákshöfn. (1988 – 1989).

Ísak AK 67. Útg: Guðjón Theodorsson o.fl. Akranesi. (1989 – 1994).

Hugborg SH 87. Útg: Bergmundur Ögmundsson. Ólafsvík.(1994 – 2004). Hugborg SH 87. Útg: Mýrarholt ehf. Ólafsvík. (2004 – 2005).

Kafari KÓ 11. Útg: KJH ehf. Kópavogi. (2005 – 2009).

Andri BA 101. Útg: Andraútgerðin ehf. Bíldudal. (2009 – 2018). Andri BA 101. Útg: Pílot ehf. Bíldudal. (2018 – 2020).

Ragnar Þorsteinsson ÍS 600. Útg: Andraútgerðin ehf. Súðavík. (2020 – 2021).

Brói ÍS 600. Útg: Brói útgerð ehf. Njarvík/Súðavík. (2021). Brói ÍS 600. Útg: Webx ehf. Súðavík. (2021 – 2024).

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd