Sigrún RE 303

1642. Sigrún RE 303 ex Sigrún GK 318. Ljósmynd Hafþór Hreipðarsson 2004.

Sigrún RE 303 hét upphaflega Laxdal NS 110 og var með heimahöfn á Seyðisfirði.

Báturinn var smíðaður árið 1983 í Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd. Hann mælist tæp 19 BT í dag.

Árið 1986 var báturinn seldur frá Seyðisfirði og fékk nafnið Ásberg AK 111 með heimahöfn á Akranesi.

Af Skaganum fór báturinn á Arnarstapa sama ár og fékk nafnið Stapatindur SH 17. Fjórum árum síðar var hann kominn til Grindavíkur og fékk nafnið Sigrún GK 380.

Það var svo árið 2000 sem Sigrún varð RE 303 með heimahöfn í Reykjavík og er það nafn bátsins enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd