Þorbjörn GK 540

914. Þorbjörn GK 540. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986.

Eikarbáturinn Þorbjörn GK 540 kemur hér að landi í Grindavík á vetrarvertíð árið 1986, ef ég man rétt.

Þorbjörn GK 540 var smíðaður árið 1959 í Þýskalandi fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða hf. sem gerði bátinn út til ársins 1988.

Í lok þess árs keypti Skagstrendingur hf. bátinn, sem var 74 brl. að stærð, með kvóta og ári síðar var hann afskráður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd