
Hér er Röst SK 17 að færa sig á milli garða eftir að gert hafði verið við rækjutrollið við Bökugarðinn.
Þetta var í september mánuði árið 2012 og bræla úti fyrir en þ.að var rækjuverksmiðjan Dögun á Sauðárkróki sem gerði bátinn út.
Röst SK 17, hét áður Kristbjörg ÞH 44, hét upphaflega Sóley ÍS 225 frá Flateyri og kom ný til heimahafnar í lok maímánaðar 1966.
Sóley ÍS 225 hét síðar Sóley ÁR 50, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og að lokum Röst SK 17 en hún fór í niðurrif í Belgíu árið 2017.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution