
Síðustu myndina sem ég birti á þessu ári tók pabbi heitinn í Breiðafirði um árið og sýnir Hafberg GK 377 frá Grindavík.
Færslurnar á síðunni þetta árið eru um 370 eða rúmlega ein á dag og hefur þessi bátur birst amk. í tvígang á síðustu dögum. Lesa má um hann hér.
Hafberg GK 377 var smíðaður var fyrir Gunnvöru hf. í Noregi árið 1962 og hét upphaflega Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 frá Ísafirði.
Þegar þessi mynd var tekin var búið að yfirbyggja bátinn og síðar mun ég birta myndir af Hafberginu eftir breytingar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution