Guðrún Björg ÞH 355

1097. Guðrún Björg ÞH 355 ex Sæborg ÞH 55. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér kemur mynd sem ég tók á Skjálfandaflóa fyrir margt löngu og sýnir Guðrúnu Björgu ÞH 355 sem var við dragnótaveiðar eins og við á Kristbjörgu ÞH 44 en myndin var tekin þar um borð.

Báturinn hét upphaflega Sæborg ÞH 55 og var smíðuð árið 1970 hjá Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri.

Báturinn, sem var 16 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Karl Aðalsteinsson og syni hans Aðalstein Pétur og Óskar Eydal á Húsavík.

Árið 1977 lét útgerðin smíða nýrri og stærri Sæborgu ÞH 55 hjá Gunnlaugi og Trausta og fékk þessi þá nafnið Guðrún Björg ÞH 355.

Þeir bræður Steini og Óskar seldu bátinn frænda sínum Viðari Sæmundssyni í Hafnarfirði árið 1988. Hann nefndi bátinn Ársæl Sigurðsson HF 80.

Ársæll Sigurðsson HF 80 fékk á sig brot í innsiglingunni til Grindavíkur 21 mars 1992, lagðist á hliðina og sökk á skömmum tíma.

Áhöfnin á Ólafi GK 33 bjargaði áhöfn bátsins en lesa má um atburðinn hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd