67. Hafberg GK 377 ex Guðrún Jónsdóttir ÍS 267. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Síðustu myndina sem ég birti á þessu ári tók pabbi heitinn í Breiðafirði um árið og sýnir Hafberg GK 377 frá Grindavík. Færslurnar á síðunni þetta árið eru um 370 eða rúmlega ein á dag og hefur þessi bátur birst amk. í tvígang … Halda áfram að lesa Hafberg GK 377
Day: 31. desember, 2023
Búrfell KE 140
17. Búrfell KE 140 ex Búrfell ÁR 40. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Búrfell KE 140 var hér myndað af löngu færi um árið þegar síldveiðar voru stundaðar innan fjarða fyrir austan. Upphaflega Ásbjörn RE 400, smíðaður fyrir Ísbjörninn hf. í Noregi árið 1963. Í árslok 1971 var Búrfellið selt Þorláksvör hf. í Þorlákshöfn og varð þá … Halda áfram að lesa Búrfell KE 140
Sighvatur GK 57
975. Sighvatur GK 57 ex Bjartur. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Sighvatur GK 57 á siglingu á Breiðafirði á vetrarvertíðinni 1982 frekar en þrjú. Sighvatur hét upphaflega Bjartur NK 121 og var einn átján báta sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Boizenburg á árunum 1964-1967. Samkvæmt bókaröðinni Íslensk skip eignaðist Vísir hf. bátinn í ársbyrjun 1982 en … Halda áfram að lesa Sighvatur GK 57
Guðrún Björg ÞH 355
1097. Guðrún Björg ÞH 355 ex Sæborg ÞH 55. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér kemur mynd sem ég tók á Skjálfandaflóa fyrir margt löngu og sýnir Guðrúnu Björgu ÞH 355 sem var við dragnótaveiðar eins og við á Kristbjörgu ÞH 44 en myndin var tekin þar um borð. Báturinn hét upphaflega Sæborg ÞH 55 og var … Halda áfram að lesa Guðrún Björg ÞH 355



