Óli Hall HU 14

67. Óli Hall HU 14 ex Hafberg GK 377. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Hér lætur Óli Hall HU 14 úr höfn í Grindavík í marsmánuði árið 2006 en þar átti báturinn áður lengi heimahöfn.

Báturinn, sem smíðaður var fyrir Gunnvöru hf. í Noregi 1962, hét upphaflega Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 frá Ísafirði en lengi vel Hafberg GK 377 frá Grindavík. 

Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 var seld til Grindavíkur í árslok 1973 en kaupendur voru Einar Símonarson og Helgi, Guðmundur og Sigurpáll Einarssynir.

Hafberg var með heimahöfn í Grindavík til ársins 2005. Þá var báturinn í eigu Þorbjarnar-Fiskaness hf. sem seldi hann norður á Blönduós.

Kaupendur Hrólfur Ólafsson og Hjallanes ehf. og fékk báturinn nafnið Óli Hall HU 14.

Í uppphafi árs 2008 keypti Flóki hf. á Húsavík bátinn og nefndi Heru ÞH 60 sem var síðasta nafn bátsins á íslenskri skipaskrá.

Sólborg ehf. á Ísafirði átti Heru ÞH 60 síðustu árin og sumarið 2019 fór hún í slefi aftan í Ísborgu ÍS 250 til Belgíu þar sem báðir bátarnir fóru í brotajárn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd