Snorri Sturluson RE 219

1328. Snorri Sturluson RE 219. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Snorri Sturluson RE 219 var einn sex stóru Spán­ar­tog­ar­anna sem komu til lands­ins á ár­un­um 1973-1975. 

Þeir voru smíðaðir í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan í Baskalandi.

Bæjarútgerð Reykjavíkur, BÚR, fékk þrjá þeirra. Auk Snorra þá Bjarna Benediktsson RE 210 og Ingólf Arnarson RE 201 sem nú er einn eftir og heitir í dag Blængur NK 125.

Snorri Sturluson RE 219 var í eigu BÚR til ársins 1986 þegar Grandi hf. verður eigandi hans og var honum breytt í frystotogara árið 1988.

Togarinn fór í gagngera breytingar til Spánar árið 1995, nánar tiltekið í Freire S.A.skipasmíðastöðinni í Vigo. Kom hann úr þeim í febrúar 1996 en hann var m.a lengdur um sex metra og skipt um aðalvél.

Snorri Sturluson RE 219 var seldur til Ísfélags Vestmannaeyja hf. árið 2001 og var hann VE 28 eftir það.

Árið 2009 var Snorri Sturluson VE 28 seldur úr landi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd