Pétur Þór BA 44

1491. Pétur Þór BA 44 ex Hringur HU 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Pétur Þór BA 44 er 21 brl. að stærð, smíðaður í Skipasmíðastöð Jóns Jónassonar við Elliðaárvog í Reykjavík árið 1977.

Báturinn var smíðaður fyrir Bolvíkinga og hét upphaflega Páll Helgi ÍS 142. Ári síðar var hann kominn til Bíldudals þar sem hann fékk nafnið Hringur BA 165. Útgerð Pétursvör hf.

Hringur var seldur samnefndu félagi á Blönduósi árið 1980 og varð HU 3. Í lok árs 1983 kaupir Rækjuver á Bíldudal bátinn og nefnir hann Pétur Þór BA 44.

Árið 2013, eftir að hafa legið við bryggju í nokkur ár, var báturinn dreginn til Akureyrar þar sem hann fékk nafnið Ester EA 3, síðar EA 23. Eigandi Sello ehf.

Hafist var handa við gera bátinn upp til frístundasiglinga og stendur það verk enn yfir. heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd