Sigmundur ÁR 20

784. Sigmundur ÁR 20 ex Hafliði ÁR 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1982.

Árið er 1982, vetrarvertíð er í fullum gangi og Sigmundur ÁR 20 kemur hér að landi í Þorlákshöfn.

Báturinn hét upphaflega Reykjanes GK 50 með heimahöfn í Hafnarfirði en hann var smíðaður árið 1954 þar í bæ. Nánar tiltekið í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf.

Árið 1963 var báturinn, sem var tæplega 57 brl. að stærð, seldur í Garðinn þar sem hann fékk nafnið Stafnes GK 274.

Báturinn hét Stafnes næstu 14 árin, KE 38 árin 1977-1979 og EA 8 1979-1980 en þá fékk hann nafnið Hafliði ÁR 20.

Það var svo ári síðar sem hann fékk nafnið sem hann ber á myndinni, Sigumundur ÁR 20. Það bar hann til ársins 1984 er hann fékk nafnið Helgi Jónasson ÁR 20. Nafnaskiptin voru tíð á bátnum þessi ár og næstu árin fékk hann nöfnin Helguvík ÁR 20, Narfi ÁR 20 og Narfi ÁR 13.

Það var svo árið 1990 sem hann fékk nafnið Litlanes ÍS 608 með heimahöfn á Þingeyri. Litlanesið var eldi að bráð og sökk á Húnaflóa vorið 1992.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd