Smári ÞH 59

778. Smári ÞH 59 ex Smári TH 59. Ljósmynd úr einkasafni.

Smári ÞH 59 er hér með síldarnótina á síðunni en myndina tók Óskar Þórhallsson.

Smári var smíðaður í Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar hf. árið 1949 og var 63 brl. að stærð. Hann var smíðaður fyrir Vísi hf. Húsavík sem gerði bátinn út til ársins 1965 en þá var hann seldur til Reykjavíkur.

Smári, sem hafði fengið einkennisstafina ÞH um 1960, hélt nafni sínu en varð RE 59.

Árið 1972 var báturinn kominn vestur í Stykkishólm þar sem hann varð Smári SH 221 og þaðan var hann gerður út það sem eftir var.

Báturinn var í eigu kvikmyndafyrirtækis síðustu árin áður en hann var tekinn af skipaskrá á árslok 1998.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd