Vörðufell GK 205

2008. Vörðurfell GK 205 ex Stefnir ST 47. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vörðurfell GK 205 var smíðað hjá Trefjaplasti ehf. á Blönduósi árið 1989 og hét upphaflega Stefnir ST 47 með heimahöfn á Drangsnesi.

Árið 2001 er báturinn, sem er tæplega 10 brl. að stærð, skráður í Grindavík semVörðufell GK 205 og var gerður þaðan út til ársins 2003.

Þá er báturinn seldur til Ólafsvíkur þar sem hann fær nafnið Magnús Ingimarsson SH 301 og fjórum áðurm síðar fékk hann nafnið Siggi Brands SH 720 og heimahöfnin sem fyrr Ólafsvík.

Frá árinu 2008 hét báturinn Garðar ÍS 22 með heimahöfn á Flateyri.

Í janúarmánuði árið 2009 var Garðar ÍS 22 seldur til Noregs eftir tuttugu ár á íslenskri skipaskrá.

Heimildir aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd