Bakkavík ÁR 100

1158. Bakkavík ÁR 100 ex Bjarnarvík ÁR 13. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982.

Bakkvík ÁR 100 kemur hér að landi í Þorlákshöfn vorið 1982 en báturinn var með heimahöfn á Eyrarbakka.

Upphaflega hét báturinn Helgi Bjarnason NK 6, 15 brl. að stærð, smíðaður árið 1971 hjá Dráttarbrautinni hf. í Neskaupstað.

Árið 1974 fékk Helgi Bjarnason skráninguna RE 82 með heimahöfn í Reykjavík. 

Frá árinu 1977 hét hann Bjarnavík ÁR 76 með heimahöfn í Þorlákshöfn, 1978 var Bjarnavík orðin GK 49 með heimahöfn í Sandgerði. 

Frá árinu 1980 hét hann Bjarnavík ÁR 13 með heimahöfn í Þorlákshöfn og síðar það ár fékk báturinn nafnið Bakkavík ÁR 100. 

Bakkavík ÁR 100 fórst í innsiglingunni að Eyrarbakka 7. september 1983 og með honum tveir menn. Þriðji maðurinn komst af við illan leik.

 Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd