Sólbakur EA 5

1212. Sólbakur EA 5 ex Bayard. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson.

Togarinn Sólbakur EA 5 á toginu en hann var fyrsti skuttogari Útgerðarfélags Akureyringa h/f, kom til heimahafnar á Akureyri 8. febrúar 1972.

Sólbakur var smíðaður í Gdynia í Póllandi fyrir franska útgerð og afhentur í árslok árið 1967.

Hjá Frökkunum hét hann Bayard og heimahöfn hans var Boulogne.

Sólbakur EA 5 var 461 brl. að stærð og gerður út af ÚA í um tíu ár en hann fór í brotajárn árið 1983. Aðalvél hans var af gerðinni Crepelle og var 1800 hestöfl.

Þegar Sólbakur sigldi utan í brotajárn, sennilega fyrstur íslenskra skuttogara, dró hann fjögur fiskiskip á eftir sér.

Þetta voru Jón Þórðarsson BA. Mánatindur GK Birgir BA og Ögmundur ÁR sem slitnaði aftan úr lestinni.

Haukur Sigtryggur sendi miða:

1212….Sólbakur EA 5… TF-DJ.

Skipasmíðastöð: Stocznia im Komuny Paryskiej. Gdynia. Póllandi. Smíðanúmer b429/01. 1967. 1974 = Brúttó: 462. U-þilfari: 348. Nettó: 184. Lengd: 54,01. Breidd: 10,60. Dýpt: 5,85. Kom nýr til Akureyrar 08.02.1972. Mótor 1967 Crepelle 1800 hö. Bayard B.3.025. Útg: Pecheries Boulonnaises & Cie SA. Boulogne-sur. Frakklandi. (1967 – 1972).

Seldur til Íslands 15.02.1972. Sólbakur EA 5. Útg: Útgerðarf. Akureyringa h.f. Akureyri. (1972 – 1983). Úreldingarsjóður 03.11.1983.

Tók fimm með sér í brotajárn, Jón Þórðarsson BA. Mánatindur GK. Birgir BA og Ögmund ÁR sem slitnaði aftan úr lestinni.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd