Villi Páls á Skjálfanda

7865. Villi Páls á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Eins og kom fram hér á síðunni í gær kom björgunarskipið Villi Páls kom til heimahafnar á Húsavík síðdegis í gær en það er í eigu Björgunarsveitarinnar Garðars.

Villi Páls er frá bátasmiðjunni Rafnari og var skrokkur hans smíðaður af tyrkneskum undirverktökum bátasmiðjunnar eftir teikningu Rafnars. 

Um smíðina má lesa nánar hér en upphaflega stóð til að afhenda bátinn í desember árið 2022.

Vilhjálmur Pálsson og Birgir Mikaelsson formaður Björgunarsveitarinnar Garðars. Ljósmynd Hafþór 2023.

Villi Páls er nefndur eftir Vilhjálmi Pálssyni og var valið eftir nafnasamkeppni. Villi Páls var einn af stofnendum Björgunarsveitarinnar og formaður hennar í 22 ár.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd